Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 11:01 Starfsmenn skóla í Pyongang sótthreinsa kennslustofu. AP/Cha Song Ho Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49