Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 15:31 Hermenn standa vörð við heimili forsetans í Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna. Haítí Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna.
Haítí Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira