Viðsnúningur fram undan í efnahagslífinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 09:41 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar heimsfaraldurs er reiknað með öflugum viðsnúningi í efnahagslífinu með kröftugum vexti útflutnings, sérstaklega ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44