Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:31 Chris Paul hafði heldur betur ástæðu til að brosa eftir leik eitt í lokaúrslitum NBA þar sem Phoenix Suns vann góðan sigur og hann átti frábæran leik. AP/Ross D. Franklin Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum