Fjörutíu af heitustu stuðningsmönnum Dana fá að fljúga til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 16:16 Danir fengu stuðning úr stúkunni í Bakú þegar þeir unnu Tékka í átta liða úrslitum. Getty/Tom Dulat Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að 40 af dyggustu stuðningsmönnum danska landsliðsins fengju að ferðast frá Danmörku til Englands á undanúrslitaleik liðanna á EM. Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira