Sport

Þjálfari og æfingafélagi Katrinar Tönju í danseinvígi á miðri æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Bergeron, Chandler Smith og Katrín Tanja Davíðsdóttir passa upp á það að það sé gaman á æfingunum þótt að þær reyni mikið á.
Ben Bergeron, Chandler Smith og Katrín Tanja Davíðsdóttir passa upp á það að það sé gaman á æfingunum þótt að þær reyni mikið á. Instagram/@katrintanja

Katrín Tanja Davíðsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana í CrossFit sem fara fram seinna í þessum mánuði. Strangar og erfiðar á dagskránni sem fyrr og þá er gott að þjálfa hláturtaugaranar aðeins líka.

Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, og æfingafélagi hennar Chandler Smith leggja sitt á mörkunum til að halda stemmningunni léttri og skemmtilegri þrátt fyrir að æfingarnar séu krefjandi og erfiðar.

Dæmi um þetta sést á myndbandi sem umræddur Chandler Smith setti inn á samfélagsmiðla sína. Upphafsorð færslunnar er að umhverfið skipti öllu máli.

Chandler Smith kom inn í æfingahópinn á síðasta ári og hefur heillað alla með framkomu sinni og frammistöðu. Hann var í hernum áður en hann fór að einbeita sér að CrossFit íþróttinni.

Á dögunum kom fram hvernig Chandler var einn af aðalmönnunum í stuðningsmannasveit Katrínar Tönju á undanúrslitamótinu en til að hjálpa okkar konu var öflug stuðningsmannasveit að hvetja hana áfram í keppninni. Chandler er sagður hafa fagnað góðri frammistöðu íslensku CrossFit stjörnunnar eins og þau hefðu unnið Super Bowl.

Chandler Smith hefur sjálfur tryggt sig inn á heimsleikana en hann varð í öðru sæti á Granit Games undanúrslitamótinu.

Umrædd myndband, sem sjá má hér fyrir ofan, sýnir Chandler og Ben þjálfara fara í danseinvígi á miðri æfingu. Chandler er með góð tilþrif en þegar á hólminn er komið þá leyndi þjálfarinn heldur betur á sér.

Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 27. júlí til 1. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×