Richard Donner er látinn Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:05 Richard Donner ásamt eiginkonu sinni Lauren Shuler Donner á ACE Eddie verðlaunahátíðinni árið 2020. Amanda Edwards/Getty Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi. Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi.
Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira