Erlent

Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda

Árni Sæberg skrifar
Fraktskipið Ever Given sat pikkfast í Súesskurðinum í sex daga.
Fraktskipið Ever Given sat pikkfast í Súesskurðinum í sex daga. Samuel Mohsen/Getty

Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum.

Samningsaðilar hafa tilkynnt að skipinu verði hleypt frá stöðuvatninu Great Bitter Lake, sem er í miðju Súesskurðarins, við hátíðlega athöfn á miðvikudag.

Skipið strandaði í Súesskurðinum í maí og teppti alla umferð um skurðinn í sex daga. Hundruð skipa komust ekki leiðar sinnar um skurðinn vegna strandsins með tilheyrandi fjártjóni.

Egypsk yfirvöld höfðu farið fram á 916 milljónir bandaríkjadala eða um 114 milljarða króna í bætur vegna strandsins. Upphæð bótanna sem samið hefur verið um er ekki gefið upp. Búast má við að það hún sé umtalsvert lægri en þeir 114 milljarðar sem farið var fram á enda bauð skipafélagið upphaflega aðeins fjórtán milljarða króna.

Um borð í skipinu eru átján þúsund gámar sem innihalda varning sem er um 96 milljarða króna virði.


Tengdar fréttir

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur

Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum

Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×