Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 15:55 Lögreglumenn í Massachusetts að störfum í umsátrinu við I-95 hraðbrautina við bæinn Wakefield á laugardag. Félagar í hópi sem viðurkennir ekki lög Bandaríkjanna flúðu inn í skóginn þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. AP/Michael Dwyer Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira