Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 10:41 Sprengiefni var notað til þess að jafna þann hluta blokkarinnar sem eftir stóð við jörðu í gærkvöldi. AP/Lynne Sladky Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Leit að líkamsleifum var hætt tímabundið í gær vegna hættu á að sá hluti byggingarinnar sem eftir stóð gæti hrunið á björgunarfólk. Leifar turnsins hafa nú verið jafnaðar við jörðu og hafa leitarflokkar fengið leyfi til þess að hefja leit aftur, að sögn AP-fréttastofunnar. Byrjað var á að hreinsa burt nýju rústirnar. New York Times segir að verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telji mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfestir við blaðið að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Sjónarvottar hafa lýst því að hluti af steypuplötunni yfir bílastæðakjallaranum, sem á voru bílastæði og sundlaugarsvæði á jarðhæð, hafi fyrst fallið saman nokkrum mínútum áður en hluti byggingarinnar hrundi til grunna. Búist er við að rannsóknin taki fleiri mánuði. Verkfræðingar segja einnig að skortur á stálstyrkingu hafi ekki endilega verið orsök þess að byggingin hrundi en gæti hafa átt þátt í hörmungunum. Leitar- og björgunarlið reynir nú að komast að bílastæðakjallara hússins sem vonast er til að geti varpað frekara ljósi á hvar glufur kunni að finnast í rústunum. Þar gætu líkamsleifar fólksins sem enn er ófundið leynst. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum eftir fyrsta sólarhringinn frá hruninu. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Leit að líkamsleifum var hætt tímabundið í gær vegna hættu á að sá hluti byggingarinnar sem eftir stóð gæti hrunið á björgunarfólk. Leifar turnsins hafa nú verið jafnaðar við jörðu og hafa leitarflokkar fengið leyfi til þess að hefja leit aftur, að sögn AP-fréttastofunnar. Byrjað var á að hreinsa burt nýju rústirnar. New York Times segir að verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telji mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfestir við blaðið að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Sjónarvottar hafa lýst því að hluti af steypuplötunni yfir bílastæðakjallaranum, sem á voru bílastæði og sundlaugarsvæði á jarðhæð, hafi fyrst fallið saman nokkrum mínútum áður en hluti byggingarinnar hrundi til grunna. Búist er við að rannsóknin taki fleiri mánuði. Verkfræðingar segja einnig að skortur á stálstyrkingu hafi ekki endilega verið orsök þess að byggingin hrundi en gæti hafa átt þátt í hörmungunum. Leitar- og björgunarlið reynir nú að komast að bílastæðakjallara hússins sem vonast er til að geti varpað frekara ljósi á hvar glufur kunni að finnast í rústunum. Þar gætu líkamsleifar fólksins sem enn er ófundið leynst. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum eftir fyrsta sólarhringinn frá hruninu.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43