Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 09:41 Þyrlu var flogið yfir eyjuna í Kaspíhafi í morgun leit hún þá svona út. Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021 Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021
Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02