Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 22:23 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vísir/Vefmyndavél Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13
Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40
Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13