Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu.
Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann.
Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur.
Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.