Þriðji sigur Verstappen í röð Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:30 Max Verstappen er á góðu skriði í Formúlunni. Getty Images/Bryn Lennon Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, úr Red Bull, fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Fátt fær hann stöðvað þessa dagana. Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum. Formúla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum.
Formúla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira