Erlent

Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi

Árni Sæberg skrifar
Sprengingin séð frá olíuborpalli í grenndinni.
Sprengingin séð frá olíuborpalli í grenndinni. Twitter/Liveuamap

Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu varð sprengingin á Gum Adasi borpallinum um tuttugu kílómetra suður af Bakú, höfuðborgar Aserbaídsjan. Ekkert hefur fengist staðfest af yfirvöldum.

Talsmaður SOCAR, ríkisolíufélags Aserbaídsjan, sagði í tilkynningu að ekkert slys hafi orðið á borpöllum á vegum félagsins og að sprengin hafi mögulega verið eldgos. Sú tilkynning var þó seinna fjarlægð af vefnum og endurbirt, án þess að mögulegt eldgos hafi verið nefnt.

Reuters hefur eftir verkamannafélagi olíuvinnslumanna í Aserbaídsjan að eldurinn hafi kviknað í gamalli borholu fyrir jarðgas en talsmenn SOCAR hafa neitað því. Þeir hafa sömuleiðis sagt alla borpalla félagsins örugga.

Miðað við þessar gervihnattamyndir virðist sem sprengingin hafi orðið á milli 17:30 og 17:45, að íslenskum tíma. Svo virðist sem að eldurinn hafi minnkað töluvert eða logi jafnvel ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×