NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 15:00 Brook Lopez skorar áðn þess að leikmenn Atlanta Hawks fái nokkuð við ráðið. AP/Aaron Gash Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum