Allir andstæðingar Íslands í sögu Þjóðadeildar enn með á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 14:01 Phil Foden og félagar mættu á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni en þá var Foden ekki búinn að aflita hárið sitt. Foden var svo rekinn heim frá Íslandi eftir brott á sóttvarnareglum. Getty/Hafliði Breiðfjörð Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Þjóðadeildinni í fótbolta karla en þar hafa andstæðingarnir líka verið fjórar af bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira