Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 12:23 Enn eru um 145 manns saknað eftir að álma Champlain-turnsins á Surfside hrundi laugardaginn 24. júní. AP/Emily Michot/Miami Herald Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað. Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42