Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 12:13 Kópurinn var villtur, ólíkt þessum á myndinni sem er tekin í Húsdýragarðinum. vísir/vilhelm Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn. Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn.
Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira