Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 12:13 Kópurinn var villtur, ólíkt þessum á myndinni sem er tekin í Húsdýragarðinum. vísir/vilhelm Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn. Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn.
Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira