Fram hefur komið að hinn smitaði er leikmaður karlaliðs Fylkis í knattspyrnu. Liðsfélagar hans eru komnir í sóttkví og búið er að fresta næsta leik liðsins um helgina.
Eitt virkt smit greindist á þessum þremur dögum á landamærum og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tveimur tilfellum.
Tölulegar upplýsingar á Covid.is eru aðeins uppfærðar á mánudögum og fimmtudögum.
Í einangrun eru nú 24, en þeir voru 23 á mánudag. Í sóttkví eru 86, en voru 11 á mánudag. 1740 eru í skimunarsóttkví en voru 1823 á mánudag. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku.
213.186 eru nú fullbólusettir hér á landi en voru 177.540 á mánudaginn. 72,2 prósent íbúa sextán ára og eldri eru bólusett og er bólusetning hafin hjá 15,7 prósent íbúa sextán ára og eldri.
Alls voru tekin 245 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 2.595 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 743 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fréttin hefur verið uppfærð.