Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 10:41 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. EPA Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð. Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25