Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 10:41 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. EPA Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð. Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þetta gerist eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði sínu umboði þar sem hann sagði ekki vera nægan styrk á þingi til að styðja nýja hægristjórn undir hans forsæti. Norlén greindi frá því á fréttamannafundi að Löfven hafi frest fram á mánudag til að greina þingforseta frá því hvort að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn. Berist tilkynning um slíkt sé Norlén reiðubúinn að tilnefna Löfven formlega sem forsætisráðherra sem þingið myndi svo greiða atkvæði um síðar sama dag. Norlén veitti Kristersson síðastliðinn þriðjudag þrjá daga til að kanna grundvöll til myndunar nýrrar stjórnar, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist í morgun hafa kannað möguleika á nýrri ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Norlén hefur sagt að nauðsynlegt sé að stjórnarmyndun taki styttri tíma nú en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Þingforseti getur lögum samkvæmt fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25