Körfubolti

Körfuboltastelpurnar klikka ekki á því að láta bólusetja sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theresa Plaisance hjá Washington Mystics hefur hér betur í baráttu um frákast við Jonquel Jones hjá Connecticut Sun.
Theresa Plaisance hjá Washington Mystics hefur hér betur í baráttu um frákast við Jonquel Jones hjá Connecticut Sun. AP/John McDonnell

WNBA deildin segir að 99 prósent leikmanna deildarinnar séu búnir að láta bólusetja sig.

Það hefur hægst mikið á því að fólk láti bólusetja sig í Bandaríkjunum og menn leita ýmsa leiða til að fá fólk til að drífa sig í bólusetningu því nóg er til af bóluefni í landinu.

Ein atvinunumannadeild hefur verið til mikillar fyrirmyndar í þessum efnum en það er WNBA deildin í körfubolta.

Öll tólf deildarinnar teljast nú vera fullbólusett enda hafa 99 prósent leikmanna lokið við bólusetningu. Engin önnur atvinnumannadeild  í Bandaríkjunum getur státað af öðrum eins tölum og kvennakörfuboltadeildin.

Það hefur heldur ekki komið fram jákvætt kórónuveirupróf í WNBA-deildinni síðan í byrjun tímabilsins í maí.

Cheyenne Parker hjá Atlanta Dream greindist jákvæð rétt áður en tímabilið hófst. Hún missti af fyrstu sex leikjum Dream liðsins en snéri síðan aftur og spilaði sinn fyrsta leik 4. júní síðastliðinn.

WNBA deildin spilaði í búbblu eins og strákarnir á síðustu leiktíð en hefur farið sömu leið og NBA á nýju tímabili þar sem liðin fá aftur að spila í sínum heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×