Græddi 169 milljónir á pútti Harris English Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 11:01 Harris English fagnar sigurpútti sínu. Það eru ekki til opinberar myndir af hinum getspaka á sömu stundu en sá hefur væntanlega hoppað um af kæti. AP/John Minchillo Bandaríski kylfingurinn Harris English fagnaði auðvitað mikið þegar hann vann í bráðabana á Travelers Championship golfmótinu um síðustu helgi en það líka einn ágætur maður honum óskyldur sem fagnaði einnig gríðarlega. Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira