Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2021 08:38 Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim. Getty Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. Ferlið hefst hjá sýnatökuaðila, sem getur verið starfsmaður heilsugæslunnar eða kvensjúkdómalæknir úti í bæ. Viðkomandi skráir sýnatökuna í rafrænt eyðublað í lyfseðlagátt Embættis landlæknis (EL) eða eyðublað í sjúkraskrárkerfið Sögu. Við þá skráningu er sýnatakan skráð með sjálfvirkum hætti í skimunarskrá EL. „Sýnatökuaðilar skulu merkja sýnaglasið með nafni og kennitölu skjólstæðings ásamt dagsetningu sýnatöku og starfsstéttarnúmeri sýnatökuaðila áður en það er sent til Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana (SKS),“ segir í erindinu. Fá danska gervikennitölu Í erindinu er talað um fimm skref en í þegar sýni berst SKS er í fyrsta skrefi athugað hvort sýnið hafi verið rétt skráð í skimunarskrá EL af sýnatökuaðila. Ef skráningin reynist rétt er skráð dagsetning sýnatöku, hvenær sýnið var móttekið hjá SKS, hvenær og hvar sýnið var tekið og nafn og kennitala skjólstæðings. Þá segir að í þessu skrefi sé skimunarsaga skjólstæðings skoðuð en leiða má líkur að því að það sé á þessu stigi máls sem ákvörðun er tekin um það hvort sýnið er rannsakað eða ekki. Vísir hefur áður greint frá því að framkvæmdastjóri SKS hafi neitað að láta rannsaka sýni vegna þess að skimunarsaga sýndi að of skammur tími væri liðinn frá síðustu rannsókn. Í öðru skrefi er nafn skjólstæðingsins skráð í danska kerfið Sundheds-platformen. „Við skráninguna myndast dönsk gervikennitala mynduð af tíu tölustöfum þar sem fyrstu sex tölustafirnir eru fæðingardagur, fæðingarmánuður og fæðingarár konu en síðustu fjóru tölustafirnir eru tilbúnir,“ segir í erindi heilsugæslunnar. Danska gervikennitalan fylgi konunni/sýninu og tryggi að skimunarsaga viðkomandi þekkist innan Danmerkur til framtíðar og sýni viðkomandi verði rannsökuð í samræmi við skimunarleiðbeiningar. Fjögur skref áður en sýnið fer út Í þriðja skrefi eru upplýsingar skráðar í rannsóknarkerfi Hvidovre-sjúkrahússins, sem kallast Patoweb. Í kerfið er skráð danska gervikennitalan, íslenska kennitalan og klínískar upplýsingar sem þykja skipta máli við mat á því hvernig sýnir skal rannsakað. Þegar búið er að skrá upplýsingarnar í Patoweb er prentaður út límmiði með strikamerki ásamt fjórtán tölustafa rannsóknarnúmeri. Strikamerkið er tengt dönsku og íslensku kennitölunum í Patoweb og síðan límt á sýnatökuglasið, yfir merkingu sýnatökuaðila. Í fjórða skrefi er strikamerkið skannað inn í skimunarskrá EL og hið fjórtán tölustafa rannsóknarnúmer skráð í skimunarskrána. Þá er athugað og staðfest að strikamerkið samrýmist kennitölu skjólstæðings í skimunarskrá. „Að þessu loknu er sýnið sent til rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins.“ Niðurstaðan vistuð í dönsku pósthólfi Fimmta skrefið felur í sér það ferli sem á sér stað þegar búið er að rannsaka sýnið. Niðurstaðan er þá sótt af SKS frá dönsku pósthólfi en í erindinu segir að niðurstöðurnar séu sendar með gangnapósti (tunnel mail) frá rannsóknarstofunni til þessa danska tölvupóstssvæðis sem „öruggur og dulkóðaður tölvupóstur innan Kaupmannahafnarsvæðisins“. SKS sé innri notandi í póstkerfinu og geti því örugglega nálgast niðurstöðurnar, sem séu síðan sendar með „Signet transfer“ til EL, sem skrái niðurstöðurnar í skimunarskrá. Ljóst er af lýsingu ferlisins að það fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út og virðast persónuupplýsingar viðkomandi vera vistaðar í fjórum ef ekki fimm kerfum, innanlands og utan. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim. Þeim yrði þá sinnt á Landspítala. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37 Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ferlið hefst hjá sýnatökuaðila, sem getur verið starfsmaður heilsugæslunnar eða kvensjúkdómalæknir úti í bæ. Viðkomandi skráir sýnatökuna í rafrænt eyðublað í lyfseðlagátt Embættis landlæknis (EL) eða eyðublað í sjúkraskrárkerfið Sögu. Við þá skráningu er sýnatakan skráð með sjálfvirkum hætti í skimunarskrá EL. „Sýnatökuaðilar skulu merkja sýnaglasið með nafni og kennitölu skjólstæðings ásamt dagsetningu sýnatöku og starfsstéttarnúmeri sýnatökuaðila áður en það er sent til Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana (SKS),“ segir í erindinu. Fá danska gervikennitölu Í erindinu er talað um fimm skref en í þegar sýni berst SKS er í fyrsta skrefi athugað hvort sýnið hafi verið rétt skráð í skimunarskrá EL af sýnatökuaðila. Ef skráningin reynist rétt er skráð dagsetning sýnatöku, hvenær sýnið var móttekið hjá SKS, hvenær og hvar sýnið var tekið og nafn og kennitala skjólstæðings. Þá segir að í þessu skrefi sé skimunarsaga skjólstæðings skoðuð en leiða má líkur að því að það sé á þessu stigi máls sem ákvörðun er tekin um það hvort sýnið er rannsakað eða ekki. Vísir hefur áður greint frá því að framkvæmdastjóri SKS hafi neitað að láta rannsaka sýni vegna þess að skimunarsaga sýndi að of skammur tími væri liðinn frá síðustu rannsókn. Í öðru skrefi er nafn skjólstæðingsins skráð í danska kerfið Sundheds-platformen. „Við skráninguna myndast dönsk gervikennitala mynduð af tíu tölustöfum þar sem fyrstu sex tölustafirnir eru fæðingardagur, fæðingarmánuður og fæðingarár konu en síðustu fjóru tölustafirnir eru tilbúnir,“ segir í erindi heilsugæslunnar. Danska gervikennitalan fylgi konunni/sýninu og tryggi að skimunarsaga viðkomandi þekkist innan Danmerkur til framtíðar og sýni viðkomandi verði rannsökuð í samræmi við skimunarleiðbeiningar. Fjögur skref áður en sýnið fer út Í þriðja skrefi eru upplýsingar skráðar í rannsóknarkerfi Hvidovre-sjúkrahússins, sem kallast Patoweb. Í kerfið er skráð danska gervikennitalan, íslenska kennitalan og klínískar upplýsingar sem þykja skipta máli við mat á því hvernig sýnir skal rannsakað. Þegar búið er að skrá upplýsingarnar í Patoweb er prentaður út límmiði með strikamerki ásamt fjórtán tölustafa rannsóknarnúmeri. Strikamerkið er tengt dönsku og íslensku kennitölunum í Patoweb og síðan límt á sýnatökuglasið, yfir merkingu sýnatökuaðila. Í fjórða skrefi er strikamerkið skannað inn í skimunarskrá EL og hið fjórtán tölustafa rannsóknarnúmer skráð í skimunarskrána. Þá er athugað og staðfest að strikamerkið samrýmist kennitölu skjólstæðings í skimunarskrá. „Að þessu loknu er sýnið sent til rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins.“ Niðurstaðan vistuð í dönsku pósthólfi Fimmta skrefið felur í sér það ferli sem á sér stað þegar búið er að rannsaka sýnið. Niðurstaðan er þá sótt af SKS frá dönsku pósthólfi en í erindinu segir að niðurstöðurnar séu sendar með gangnapósti (tunnel mail) frá rannsóknarstofunni til þessa danska tölvupóstssvæðis sem „öruggur og dulkóðaður tölvupóstur innan Kaupmannahafnarsvæðisins“. SKS sé innri notandi í póstkerfinu og geti því örugglega nálgast niðurstöðurnar, sem séu síðan sendar með „Signet transfer“ til EL, sem skrái niðurstöðurnar í skimunarskrá. Ljóst er af lýsingu ferlisins að það fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út og virðast persónuupplýsingar viðkomandi vera vistaðar í fjórum ef ekki fimm kerfum, innanlands og utan. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim. Þeim yrði þá sinnt á Landspítala.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37 Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00