Körfubolti

Helena um fé­laga­skiptin: „Veit hvernig um­gjörðin og stemningin er í Hafnar­firði“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena er spennt fyrir komandi tímabili hjá uppeldisfélaginu.
Helena er spennt fyrir komandi tímabili hjá uppeldisfélaginu. vísir/skjáskot

Helena Sverrisdóttir, Íslandsmeistari með Val, er spennt fyrir komandi áskorun með uppeldisfélaginu Haukum.

Tilkynnt var á dögunum að Helena hefði skrifað undir samning við uppeldisfélagið og kemur því til félagsins frá Val þar sem hún hefur leikið síðustu ár.

Hún segir að síðasta tímabil hefði tekið á - en það hefði endað vel; með Íslandsmeistaratitli.

„Þetta var langt og strangt tímabil. Maður var á skýji en nú er það að byrja að æfa aftur og gera sig tilbúna fyrir næsta tímabil,“ sagði Helena.

„Mér finnst gaman að lyfta svo nú er maður aðeins minna í körfubolta og meira inn í lyftingarsalnum og hjóla og hlaupa.“

Hún segir markmiðin skýr í Hafnarfirði.

„Haukarnir voru næst því á síðustu leiktíð en við setjum stefnuna þangað. Það er enn smá óskýrt hvernig leikmannahópurinn verður en ég veit hvernig umgjörðin og stemningin er í Hafnarfirði. Þau eru að fara þangað til að vinna.“

Ein sú besta kveður þó Val með söknuði.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun. Ég er að fara úr geggjuðu liði með frábæran þjálfara en ég er mjög spennt að fara aftur heim. Við búum hliðina á Ásvöllum og það verður stutt að fara. Ég er mjög spennt.“

Klippa: Sportpakkinn - Helena til Hauka

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×