Veður

Hiti að 27 stigum austan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með þokusúld eða rigningu með köflum um landið vestanvert, en bjartara veðri austanlands.
Reikna má með þokusúld eða rigningu með köflum um landið vestanvert, en bjartara veðri austanlands. Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag.

Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag. 

Sunnan og suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu víða, þrettán til 23 metrum við fjöll sunnan við Vatnajökul og norðantil á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þokusúld eða rigning verði með köflum um landið vestanvert, en búast megi við bjartara veðri austanlands.

Hiti sex til fimmtán stig á vestanverðu landinu, en fimmtán til 27 stig á austanverðu landinu, hlýjast í innsveitum á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og súld með köflum og þokumóða á V-verðu landinu. Hiti 9 til 14 stig. Bjart veður á austur helmingi landsins með hita að 22 stigum, hlýjast á Egilsstöðum.

Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina og líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 15 til 22 stig, en svalara við sjávarsíðuna.

Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil. Einhverjar líkur á stöku skúrum og hiti víða 15 til 20 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil. Áfram hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×