Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 07:31 Clint Capela lagðist hálfpartinn ofan á Giannis Antetokounmpo sem meiddist eftir að hafa stokkið upp í baráttu um boltann. AP/Curtis Compton Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira