„Skilaðu hjólinu!“: Mættu fylktu liði að heimili manns sem hafði í hótunum Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 20:00 Bjartmari Leóssyni, sem er orðinn þekktur sem hjólahvíslarinn, var nóg boðið á dögunum þegar honum var hótað ofbeldi fyrir að gera reiðhjólaþjófum í Reykjavík lífið leitt. Hann fór heim til mannsins sem hafði hótað honum, en ekki til þess að fara fram með ofbeldi. Stöð 2/Egill Bjartmar Leósson tók málin í eigin hendur á dögunum þegar hjólaþjófar voru farnir að hóta honum fyrir að sinna sínu starfi. Hjólahvíslarinn stendur í ströngu núna í því sem kallað hefur verið hjólaþjófnaðarfaraldri. Bjartmar hefur verið að bjarga reiðhjólum um árabil og átt í margvíslegum erfiðum viðureignum í þeim erindagjörðum. Steininn tók úr þegar honum bárust hótanir og hann ákvað að safna liði. „Ég fékk 18 manns í lið með mér, við mættum heim til hans, ég veit að það á að henda honum út þannig að ég var ekki feiminn við að blasta addressunni. Ég tók það mjög skýrt fram að þetta var ekki eitthvað ofbeldistengt, heldur ætlum við að sýna samstöðu. Við ætlum að sýna að nú er bara komið að okkur.“ Fjallað var um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér að neðan má horfa á viðtalið við Bjartmar í heild sinni: Ekki kom til átaka á vettvangi en samkoman var til marks um mikla samstöðu í Facebook-hóp Bjartmars, þar sem fólk hjálpast að við að finna stolin hjól og fyrirbyggja þjófnað. Ljóst er að eftir því sem fleiri eignast dýr hjól, verður krafan æ ríkari um öryggi tækjanna. Ekki tókst þó að endurheimta hjólið í aðgerðinni og segir Bjartmar ljóst að því hafi verið komið í burtu. Þjófnaðinum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Gríðarleg virkni er í hópnum, sem telur þegar á níunda þúsund meðlima. Færslur frá Bjartmari, sem er þar óskoraður leiðtogi, fá oft hátt í 1.000 læk og fólk gengur svo langt að vilja fjármagna störf Bjartmars, sem hefur sjálfur bjargað verðmætum fyrir fleiri milljónir. Bjartmar segir að breyting sé að eiga sér stað í viðhorfum gagnvart hjólaþjófnaði. „Ef þú stelur bíl þykir það mjög alvarlegt mál. Hjólin eru bara komin að miklu leyti til jafns við bíl. Eins mikla samúð og ég hef með fólkinu sem er hvað mest í þessu eru þetta auðvitað alvarlegir hlutir sem það er að gera og fólk þarf að vita að því verður ekkert tekið þegjandi og hljóðalaust.” Stöð 2/Egill Tekur málin í eigin hendur, en ekki lögin Lögreglan hefur lengi legið undir ámæli fyrir að bregðast hlutverki sínu í þessum málum en borgaryfirvöld hafa þó gefið til kynna að áform séu uppi um að bregðast við vandanum. Á sama tíma er sagt frá því að gámar finnist á leið úr landi með 160 hjólum. Í Facebook-hópnum er talað fullum fetum um þjófnaðarfaraldur. „Fólk segir að ég sé að taka lögin í eigin hendur en ég vil frekar nota orðin að ég sé að taka málin í eigin hendur, vegna þess að það er enginn að sinna þessu sem skyldi.“ Margir þeirra sem eru verst staddir í fíkniefnaneyslu í Reykjavík ganga að sögn Bjartmars um með klippur til þess að stela hjólum. Hann telur að ásamt því sem gæta þarf betur að öryggismálum reiðhjóla, þurfi að finna betri skaðaminnkunarúrræði fyrir þennan illa stadda hóp, sem sagt ráðast að rót vandans. Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Bjartmar hefur verið að bjarga reiðhjólum um árabil og átt í margvíslegum erfiðum viðureignum í þeim erindagjörðum. Steininn tók úr þegar honum bárust hótanir og hann ákvað að safna liði. „Ég fékk 18 manns í lið með mér, við mættum heim til hans, ég veit að það á að henda honum út þannig að ég var ekki feiminn við að blasta addressunni. Ég tók það mjög skýrt fram að þetta var ekki eitthvað ofbeldistengt, heldur ætlum við að sýna samstöðu. Við ætlum að sýna að nú er bara komið að okkur.“ Fjallað var um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér að neðan má horfa á viðtalið við Bjartmar í heild sinni: Ekki kom til átaka á vettvangi en samkoman var til marks um mikla samstöðu í Facebook-hóp Bjartmars, þar sem fólk hjálpast að við að finna stolin hjól og fyrirbyggja þjófnað. Ljóst er að eftir því sem fleiri eignast dýr hjól, verður krafan æ ríkari um öryggi tækjanna. Ekki tókst þó að endurheimta hjólið í aðgerðinni og segir Bjartmar ljóst að því hafi verið komið í burtu. Þjófnaðinum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Gríðarleg virkni er í hópnum, sem telur þegar á níunda þúsund meðlima. Færslur frá Bjartmari, sem er þar óskoraður leiðtogi, fá oft hátt í 1.000 læk og fólk gengur svo langt að vilja fjármagna störf Bjartmars, sem hefur sjálfur bjargað verðmætum fyrir fleiri milljónir. Bjartmar segir að breyting sé að eiga sér stað í viðhorfum gagnvart hjólaþjófnaði. „Ef þú stelur bíl þykir það mjög alvarlegt mál. Hjólin eru bara komin að miklu leyti til jafns við bíl. Eins mikla samúð og ég hef með fólkinu sem er hvað mest í þessu eru þetta auðvitað alvarlegir hlutir sem það er að gera og fólk þarf að vita að því verður ekkert tekið þegjandi og hljóðalaust.” Stöð 2/Egill Tekur málin í eigin hendur, en ekki lögin Lögreglan hefur lengi legið undir ámæli fyrir að bregðast hlutverki sínu í þessum málum en borgaryfirvöld hafa þó gefið til kynna að áform séu uppi um að bregðast við vandanum. Á sama tíma er sagt frá því að gámar finnist á leið úr landi með 160 hjólum. Í Facebook-hópnum er talað fullum fetum um þjófnaðarfaraldur. „Fólk segir að ég sé að taka lögin í eigin hendur en ég vil frekar nota orðin að ég sé að taka málin í eigin hendur, vegna þess að það er enginn að sinna þessu sem skyldi.“ Margir þeirra sem eru verst staddir í fíkniefnaneyslu í Reykjavík ganga að sögn Bjartmars um með klippur til þess að stela hjólum. Hann telur að ásamt því sem gæta þarf betur að öryggismálum reiðhjóla, þurfi að finna betri skaðaminnkunarúrræði fyrir þennan illa stadda hóp, sem sagt ráðast að rót vandans.
Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38
Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent