Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 11:34 Roman Badanin, aðalritstjóri Proekt. Hann er sagður hafa stöðu grunaðs manns í rannsókn í ærumeiðingarmáli sem tengist heimildarmynd sem hann gerði um kaupsýslumann í Pétursborg árið 2017. AP/Evgení Feldman Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust. Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust.
Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42