Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. júní 2021 21:01 María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir skerta þjónustu við íbúa heimilisins eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Vísir/Vilhelm Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31
Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50