Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:05 Hér má sjá Kim Jong Un eftir hið gífurlega þyngdartap. Hvort lýsingar viðmælanda ríkismiðilsins á holdafari hans séu nákvæmar er umdeilt. AP/KCNA Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. Eins og hefur verið greint frá benda nýlegar myndir sem birtust af Kim til þess að hann hafi grennst töluvert að undanförnu. Sérfræðingar í Suður-Kóreu hafa áætlað að Kim hafi tapað um tíu til tuttugu kílóum. Orðinn „skinhoraður“ Ríkismiðill Norður-Kóreu hefur nú tekið málið til umfjöllunar í fyrsta sinn síðan erlendir miðlar fóru að fjalla um það fyrr í mánuðinum. Í frétt miðilsins er rætt við ónefndan borgara ríkisins sem fullyrðir að allir í landinu séu í molum yfir þyngdartapi leiðtogans. „Að sjá hæstvirtan leiðtoga okkar skinhoraðan brýtur í okkur hjartað,“ sagði maðurinn í viðtalinu. Hann segir að allir borgarar ríkisins hafi fellt tár yfir ástandinu. Hvort orðið skinhoraður sé best til að lýsa líkamsbyggingu Kim eftir þyngdartapið er kannski umdeilanlegt. Miðillinn greinir ekki frá því hvað orsakar þyngdartap leiðtogans en einhverjir erlendir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort leiðtoginn sé heilsuveill. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, sagði um miðjan mánuð að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi. Norður-Kórea Tengdar fréttir Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23 Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá benda nýlegar myndir sem birtust af Kim til þess að hann hafi grennst töluvert að undanförnu. Sérfræðingar í Suður-Kóreu hafa áætlað að Kim hafi tapað um tíu til tuttugu kílóum. Orðinn „skinhoraður“ Ríkismiðill Norður-Kóreu hefur nú tekið málið til umfjöllunar í fyrsta sinn síðan erlendir miðlar fóru að fjalla um það fyrr í mánuðinum. Í frétt miðilsins er rætt við ónefndan borgara ríkisins sem fullyrðir að allir í landinu séu í molum yfir þyngdartapi leiðtogans. „Að sjá hæstvirtan leiðtoga okkar skinhoraðan brýtur í okkur hjartað,“ sagði maðurinn í viðtalinu. Hann segir að allir borgarar ríkisins hafi fellt tár yfir ástandinu. Hvort orðið skinhoraður sé best til að lýsa líkamsbyggingu Kim eftir þyngdartapið er kannski umdeilanlegt. Miðillinn greinir ekki frá því hvað orsakar þyngdartap leiðtogans en einhverjir erlendir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort leiðtoginn sé heilsuveill. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, sagði um miðjan mánuð að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23 Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23
Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53