Erlent

Segja al­þýðuna miður sín yfir þyngdar­tapi Kim

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hér má sjá Kim Jong Un eftir hið gífurlega þyngdartap. Hvort lýsingar viðmælanda ríkismiðilsins á holdafari hans séu nákvæmar er umdeilt.
Hér má sjá Kim Jong Un eftir hið gífurlega þyngdartap. Hvort lýsingar viðmælanda ríkismiðilsins á holdafari hans séu nákvæmar er umdeilt. AP/KCNA

Á meðan hungur­sneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríki­smiðillinn, sem lýtur stjórn ríkis­­stjórnarinnar, frá því að al­þýðan hafi á­hyggjur af þyngdar­tapi leið­­toga síns, Kim Jong Un.

Eins og hefur verið greint frá benda ný­­legar myndir sem birtust af Kim til þess að hann hafi grennst tölu­vert að undan­­förnu. Sér­­­fræðingar í Suður-Kóreu hafa á­ætlað að Kim hafi tapað um tíu til tuttugu kílóum.

Orðinn „skinhoraður“

Ríki­smiðill Norður-Kóreu hefur nú tekið málið til um­­fjöllunar í fyrsta sinn síðan er­­lendir miðlar fóru að fjalla um það fyrr í mánuðinum. Í frétt miðilsins er rætt við ó­­­nefndan borgara ríkisins sem full­yrðir að allir í landinu séu í molum yfir þyngdar­tapi leið­­togans.

„Að sjá hæst­virtan leið­­toga okkar skin­horaðan brýtur í okkur hjartað,“ sagði maðurinn í við­talinu. Hann segir að allir borgarar ríkisins hafi fellt tár yfir á­standinu. Hvort orðið skin­horaður sé best til að lýsa líkams­byggingu Kim eftir þyngdar­tapið er kannski um­deilan­legt.

Miðillinn greinir ekki frá því hvað or­sakar þyngdar­tap leið­­togans en ein­hverjir er­­lendir sér­­­fræðingar hafa velt því fyrir sér hvort leið­­toginn sé heilsu­veill.

Hong Min, greinandi við Þjóðar­einingar­­stofnunina í Suður-Kóreu, sagði um miðjan mánuð að þyngdar­tapið bendi lík­­lega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsu­á­­tak en að hann þjáist af sjúk­­dómi.


Tengdar fréttir

Búa sig undir við­ræður og átök við Banda­ríkin

Kim Jong-un, leið­togi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði sam­tal og í á­tökum við Banda­ríkin á næstunni. Hann lagði þó sér­staka á­herslu á mögu­leg átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×