Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna. Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna.
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37