Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira