Lizette Salas brosir á ný og er efst á KMPG: „Mér líkaði ekki við mig sjálfa 2020“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 11:31 Lizette Salas slær hér á Johns Creek golfvellinum í Georgíu í gær. Getty/ Edward M. Pio Roda Bandaríski kylfingurinn Lizette Salas er á toppnum eftir fyrsta daginn á KPMG risamóti kvenna í golfi. Hún talaði um andlega heilsu sína eftir hringinn. Salas lék fyrstu átján holur KPMG risamótsins á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún á eitt högg á næstu hina ensku Charley Hull. Salas fékk ekki einn skolla á hringum og náði tvisvar sinnum tveimur fuglum í röð á par þrjú og par fimm holu. 'I'm not afraid to be out here anymore': KPMG leader Lizette Salas opens up about recent mental health struggles https://t.co/cScJrARPXZ— Golfweek (@golfweek) June 24, 2021 Lizette Salas er 31 árs gömul og af mexíkönskum ættum. Hennar besti árangur á risamóti er annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2019. Í viðtölum við blaðamenn eftir hringinn í nótt þá ræddi Salas erfiðleika sína á tímum kórónuveirunnar. watch on YouTube „Mér líkaði ekki við sjálfa mig 2020 og ég held að kórónuveiran og það að ég hafi ekki getið æft og spilað golf, þar sem ég fæ útrás, hafi verið mér mjög erfitt,“ sagði Lizette Salas. Salas hafði aldrei rætt þetta opinberlega áður og ekki einu sinni við foreldra sína þjálfara eða liðið í kringum sig. Hún þrjóskaðist við í eigin heimi við að reyna að vinna sig út úr þunglyndinu. After shooting a 5-under 67 to lead Round 1 of @KPMGWomensPGA, @LizetteSalas5 opened up about some of the struggles she has faced and some of the steps she s taking to get better, writes @ronsirak.READ https://t.co/AqHJY52Unp— LPGA (@LPGA) June 25, 2021 „Það var erfitt fyrir mig að ræða um þetta því mér fannst að annað fólk hlyti að vera ganga í gegnum svipaða hluti. Af hverju ætti ég að vorkenna sjálfri mér? Þegar á leið þó varð þetta meira og meira vandamál og á endanum gat golfið ekki einu bjargað mér,“ sagði Salas sem líður betur núna og brosti sínu breiðasta í gær. „Þetta var ekki rétta leiðin hjá mér og ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Salas um að halda öllu leyndu. „Ég er allt önnur manneskja í dag og ég held að liðið mitt sé stolt af mér. Ég vona að ég geti haldið áfram á þessum jákvæðu nótum. Ég er ekki lengur hrædd við það að vera hérna úti,“ sagði Salas. Sigurinn er þó langt frá því að vera í höfn hjá Lizette Salas þótt hún sé í forystu. Það er mikið golf eftir og KPMG risamótið verður í beinni á Stöð 2 Golf alla helgina. Útsendingin í kvöld hefst klukkan 15.00 í dag og svo aftur klukkan 21.00 í kvöld. .@LizetteSalas5 is on top of the leaderboard after first round of the @KPMGWomensPGA FULLL LEADERBOARD https://t.co/YDmRxUs7SW— LPGA (@LPGA) June 25, 2021 watch on YouTube Golf Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Salas lék fyrstu átján holur KPMG risamótsins á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún á eitt högg á næstu hina ensku Charley Hull. Salas fékk ekki einn skolla á hringum og náði tvisvar sinnum tveimur fuglum í röð á par þrjú og par fimm holu. 'I'm not afraid to be out here anymore': KPMG leader Lizette Salas opens up about recent mental health struggles https://t.co/cScJrARPXZ— Golfweek (@golfweek) June 24, 2021 Lizette Salas er 31 árs gömul og af mexíkönskum ættum. Hennar besti árangur á risamóti er annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2019. Í viðtölum við blaðamenn eftir hringinn í nótt þá ræddi Salas erfiðleika sína á tímum kórónuveirunnar. watch on YouTube „Mér líkaði ekki við sjálfa mig 2020 og ég held að kórónuveiran og það að ég hafi ekki getið æft og spilað golf, þar sem ég fæ útrás, hafi verið mér mjög erfitt,“ sagði Lizette Salas. Salas hafði aldrei rætt þetta opinberlega áður og ekki einu sinni við foreldra sína þjálfara eða liðið í kringum sig. Hún þrjóskaðist við í eigin heimi við að reyna að vinna sig út úr þunglyndinu. After shooting a 5-under 67 to lead Round 1 of @KPMGWomensPGA, @LizetteSalas5 opened up about some of the struggles she has faced and some of the steps she s taking to get better, writes @ronsirak.READ https://t.co/AqHJY52Unp— LPGA (@LPGA) June 25, 2021 „Það var erfitt fyrir mig að ræða um þetta því mér fannst að annað fólk hlyti að vera ganga í gegnum svipaða hluti. Af hverju ætti ég að vorkenna sjálfri mér? Þegar á leið þó varð þetta meira og meira vandamál og á endanum gat golfið ekki einu bjargað mér,“ sagði Salas sem líður betur núna og brosti sínu breiðasta í gær. „Þetta var ekki rétta leiðin hjá mér og ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Salas um að halda öllu leyndu. „Ég er allt önnur manneskja í dag og ég held að liðið mitt sé stolt af mér. Ég vona að ég geti haldið áfram á þessum jákvæðu nótum. Ég er ekki lengur hrædd við það að vera hérna úti,“ sagði Salas. Sigurinn er þó langt frá því að vera í höfn hjá Lizette Salas þótt hún sé í forystu. Það er mikið golf eftir og KPMG risamótið verður í beinni á Stöð 2 Golf alla helgina. Útsendingin í kvöld hefst klukkan 15.00 í dag og svo aftur klukkan 21.00 í kvöld. .@LizetteSalas5 is on top of the leaderboard after first round of the @KPMGWomensPGA FULLL LEADERBOARD https://t.co/YDmRxUs7SW— LPGA (@LPGA) June 25, 2021 watch on YouTube
Golf Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira