Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 22:59 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, átti í vök að verjast á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Vísir/EPA Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn. Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn.
Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57