Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 20:31 Kría vann sér inn sæti í Olís-deildinni nýverið. Nú er ljóst að liðið þarf að finna sér heimili áður en tímabilið fer af stað. Eyjólfur Garðarsson Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi. Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira