Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 16:10 Búist er við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar. Vísir Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07