Lítur ekki við mönnum sem drekka ekki kaffi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2021 10:29 Kaffidrottningin Jóndís Hinriksdóttir deilir því með lesendum Vísis hvað er það sem heillar hana og hvað ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. Samsett mynd „Þeir íslensku strákar sem ég hef deitað eru svo logandi hræddir við skuldbindingar að það er varla hægt að bjóða þeim á almennileg stefnumót. Þeir gefa sér varla tíma til að kynnast. Væri til í deitmenningu í takt við þættina Sex and the City,“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir í viðtali við Makamál. Jóndís gaf út sína fyrstu ljóðabók í vor. Bókin heitir Kaffiást og fjallar um hugleiðingar hennar um lífið, tilveruna, ástina og kaffið. Jóndís Inga er 24 ára gömul kaffidrottning búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Hún er fædd og uppalin í Skagafirðinum, sálfræðimenntuð og starfar í dag sem ljósmyndari. Þegar ástin svíkur stendur kaffi alltaf með þér Kaffi og kaffidrykkja á hug og hjarta Jóndísar sem nýverið gaf út sína fyrstu ljóðabók, Kaffiást. „Þetta eru hugleiðingar mínar um kaffið, ástina og lífið og hvernig þetta fléttast allt saman. Í gegnum lífsins brekkur hefur kaffið alltaf verið til staðar, sama hvað. Þegar ástin svíkur, stendur kaffið alltaf með þér.“ “til er mikið magn af meðferðum kaffið er mín” Stefnumótamenningin á Íslandi hentar Jóndísi ekki að hennar sögn. Hún segist frekar kjósa stefnumót í anda þáttanna Sex and the city. Jóndís segist eiga í miklu ástar- og haturssambandi við stefnumótaforritið Tinder og dreymir hana um stefnumótamenningu í anda bandarísku þáttanna Sex and the City. Ég er mjög hrifin af kaffihúsadeitum því það er mjög mikilvægt að sjá hvernig þeir vilja kaffið sitt og hvernig þeir drekka það. Draumakærasti Jóndísar verður að skilja kaldhæðni, vera fyndinn og hugsa vel um andlega og líkamlega heilsu. Einnig segir Jóndís mikilvægt að hann elski kaffi jafn mikið og hún sjálf. Er kaffið kannski stærsta ástin þín núna? „Kaffið er jú minn tryggasti og traustasti lífsförunautur svo það verður erfitt fyrir einhvern að komast fram fyrir í röðinni, ég viðurkenni það. Ég tala jafn mikið um kaffið og vinkona mín talar um strákinn sem hún er skotin í. Segir líklega margt,” segir Jóndís og hlær. Kaffið er traustasti og tryggasti lífsförunauturinn að mati Jóndísar. Hér fyrir neðan segir Jóndís frá eiginleikum sem heilla og heilla ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Hreinskilni - Segðu mér það sem er satt, ekki það sem þú heldur að ég vilji heyra. Gleraugu - Ég er vandræðalegt heit fyrir kjút gleraugum. Kaldhæðni -Nauðsynlegt að geta skilið kaldhæðni, kostur að geta talað hana líka. Húmor - Ef hann fær mig ekki til að hlæja þá má hann finna útidyrahurðina. Kaffi “við hefðum getað orðið flott par en þú drekkur ekki kaffi” OFF: Óheiðarleiki - Ekkert sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og einhver sem getur ekki verið hreinskilinn, hvorki við sjálfan sig né aðra. Drekkur ekki kaffi - Bara ekki tala við mig ef þú drekkur ekki kaffi. Bara klár á bókina - Það er eitt að vera klár á bókina en annað að vera klár á lífið. Ég kýs þann sem er klár á lífið. Þolir illa áfengi en elskar að drekka - Ef áfengi fer illa í þig, þá er töluvert betra að sleppa því. Neysluhyggja - Að þurfa alltaf að eiga dýran bíl og nýjasta símann er mjög boring. Fyrir þá sem vilja fylgjast frekar með Jóndísi er hægt að nálgast Instagram prófíl hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Ljóðlist Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jóndís gaf út sína fyrstu ljóðabók í vor. Bókin heitir Kaffiást og fjallar um hugleiðingar hennar um lífið, tilveruna, ástina og kaffið. Jóndís Inga er 24 ára gömul kaffidrottning búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Hún er fædd og uppalin í Skagafirðinum, sálfræðimenntuð og starfar í dag sem ljósmyndari. Þegar ástin svíkur stendur kaffi alltaf með þér Kaffi og kaffidrykkja á hug og hjarta Jóndísar sem nýverið gaf út sína fyrstu ljóðabók, Kaffiást. „Þetta eru hugleiðingar mínar um kaffið, ástina og lífið og hvernig þetta fléttast allt saman. Í gegnum lífsins brekkur hefur kaffið alltaf verið til staðar, sama hvað. Þegar ástin svíkur, stendur kaffið alltaf með þér.“ “til er mikið magn af meðferðum kaffið er mín” Stefnumótamenningin á Íslandi hentar Jóndísi ekki að hennar sögn. Hún segist frekar kjósa stefnumót í anda þáttanna Sex and the city. Jóndís segist eiga í miklu ástar- og haturssambandi við stefnumótaforritið Tinder og dreymir hana um stefnumótamenningu í anda bandarísku þáttanna Sex and the City. Ég er mjög hrifin af kaffihúsadeitum því það er mjög mikilvægt að sjá hvernig þeir vilja kaffið sitt og hvernig þeir drekka það. Draumakærasti Jóndísar verður að skilja kaldhæðni, vera fyndinn og hugsa vel um andlega og líkamlega heilsu. Einnig segir Jóndís mikilvægt að hann elski kaffi jafn mikið og hún sjálf. Er kaffið kannski stærsta ástin þín núna? „Kaffið er jú minn tryggasti og traustasti lífsförunautur svo það verður erfitt fyrir einhvern að komast fram fyrir í röðinni, ég viðurkenni það. Ég tala jafn mikið um kaffið og vinkona mín talar um strákinn sem hún er skotin í. Segir líklega margt,” segir Jóndís og hlær. Kaffið er traustasti og tryggasti lífsförunauturinn að mati Jóndísar. Hér fyrir neðan segir Jóndís frá eiginleikum sem heilla og heilla ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Hreinskilni - Segðu mér það sem er satt, ekki það sem þú heldur að ég vilji heyra. Gleraugu - Ég er vandræðalegt heit fyrir kjút gleraugum. Kaldhæðni -Nauðsynlegt að geta skilið kaldhæðni, kostur að geta talað hana líka. Húmor - Ef hann fær mig ekki til að hlæja þá má hann finna útidyrahurðina. Kaffi “við hefðum getað orðið flott par en þú drekkur ekki kaffi” OFF: Óheiðarleiki - Ekkert sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og einhver sem getur ekki verið hreinskilinn, hvorki við sjálfan sig né aðra. Drekkur ekki kaffi - Bara ekki tala við mig ef þú drekkur ekki kaffi. Bara klár á bókina - Það er eitt að vera klár á bókina en annað að vera klár á lífið. Ég kýs þann sem er klár á lífið. Þolir illa áfengi en elskar að drekka - Ef áfengi fer illa í þig, þá er töluvert betra að sleppa því. Neysluhyggja - Að þurfa alltaf að eiga dýran bíl og nýjasta símann er mjög boring. Fyrir þá sem vilja fylgjast frekar með Jóndísi er hægt að nálgast Instagram prófíl hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Ljóðlist Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira