Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 15:12 Sóttvarnastofnun Evrópu kallar eftir að flýtt verði fyrir bólusetningum vegna mögulegrar útbreiðslu Delta-afbrigðisins. EPA-EFE/Matteo Corner Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05