Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 14:15 Vart er hægt að finna kjúklingaauglýsingunni betri stað en í Laugardalshöll þangað sem þúsundir manna leggja nú leið sína með reglubundnum hætti. Vísir/Vésteinn Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í. Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni. Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni.
Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent