Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 22:35 Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans. Heimsveldin reyna nú að hefja viðræður um að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. AP/Vahid Salemi Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær. Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær.
Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira