Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 22:35 Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans. Heimsveldin reyna nú að hefja viðræður um að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. AP/Vahid Salemi Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær. Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær.
Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira