Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 18:02 Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva. Hann er staddur í Bandaríkjunum til að gangast undir læknismeðferð. AP/Alfredo Zuniga Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni. Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990. Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Sjá meira
Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990.
Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Sjá meira
Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21