Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2021 08:34 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, biðst afsökunar en segir ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga Samherja í Namibíu. Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. Þar er tæpt á niðurstöðum rannsóknar lögmannsstofunnar Wikborg Rein og greint frá því að það sé afstaða Samherja að ekki virðist hafa verið vandað nægilega vel til verka í rekstri félagsins í Namibíu en ábyrgðin lögð alfarið á herðar fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga Samherja í landinu. Umræddur framkvæmdastjóri er Jóhannes Stefánsson, sem hefur stigið fram í fjölmiðlum sem uppljóstrari og verið verðlaunaður sem slíkur. „Sú viðamikla rannsókn sem ráðist var í af hálfu Wikborg Rein leiddi í ljós ákveðin atriði í rekstri félaga sem tengjast Samherja í Namibíu sem vöktu spurningar um vandaða viðskiptahætti og gátu aukið lagalega áhættu sem ekki hafði verið gætt nægilega vel að í starfsemi þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að í Namibíu séu rekin refsimál gegn allmörgum Namibíumönnum sem séu sakaðir um ýmis afbrot, meðal annars að þiggja mútur frá Samherja. Engir starfsmenn Samherja eða félög í eigu Samherja séu meðal ákærðra. Greiðslur án skýringa og fylgiskjala Í skýrslu Wikborg Rein kemur fram að félög tengd Samherja hafi notið ráðgjafar innlendra ráðgjafa í Namibíu til að öðlast almenna þekkingu á sjávarútvegi og markaðsaðstæðum í landinu en nokkrir þeirra hafi haft pólitísk tengsl. „Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Wikborg Rein er sú að ráðning þessara ráðgjafa, og það að láta óátalda aðkomu háttsettra aðila í stjórnkerfi Namibíu að ráðgjöf þeirra, hafi vakið spurningar um vandaða viðskiptahætti og aukið áhættu sem ekki var gætt nægilega vel að í starfsemi félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Þrátt fyrir að rannsóknin hafi sýnt fram á að óumdeild og raunveruleg ráðgjöf hafi verið veitt af hálfu ráðgjafanna í Namibíu í gegnum árin, fengu þeir greiðslur án greinargóðra skýringa og fylgiskjala vegna veittrar þjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. „Samherji hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur en tekur undir þá gagnrýni að við þær aðstæður sem uppi voru hefði átt að gæta betur að því hvernig greiðslur voru framkvæmdar, hverjir tóku við þeim og á hvaða grundvelli, hverjir höfðu heimildir til að gefa fyrirmæli um þær og hvert þær skyldu berast. Einnig er ljóst að samningar á bak við greiðslurnar hefðu átt að vera nákvæmir og formlegir.“ Engir nema Jóhannes bakað sér saknæma ábyrgð Samkvæmt yfirlýsingunni hafi það verið niðurstaða Wikborg Rein að Jóhannes Stefánsson hafi tekið út verulegar fjárhæðir í reiðufé af reikningum félaga Samherja án nokkurra skýringa. Margt bendi til þess að fjármunirnir hafi verið notaðir með óréttmætum hætti. „Samherji vekur athygli á því að fyrir liggur viðurkenning framkvæmdastjórans fyrrverandi á þessari háttsemi og að því er virðist margs konar annarri brotastarfsemi á hans vegum þar sem félögum Samherja var beitt.“ Í yfirlýsingunni er einnig farið yfir viðskipti Samherja við Namgomar Namibia og Fischor. Þar segir að engar vísbendingar séu uppi um að stjórnendur Samherja hafi vitað um raunverulegt eignarhald á Namgomar Namibia né hafi þeir vitað að greiðslur til Fischor hafi ekki ratað á réttan stað. Ábyrgðin sé alfarið Jóhannesar Stefánssonar. „Tölvupóstsamskipti í kjölfar starfsloka hans árið 2016, sem voru hluti af rannsókninni, varpa ljósi á óásættanlega háttsemi hans á meðan hann bar ábyrgð á rekstrinum. Þá lýsa þessi gögn ringulreið meðal starfsfólks Samherja þegar það, eftir brotthvarf fyrrverandi framkvæmdastjóra, reyndi að ná utan um starfsemina sem var ruglingsleg og sumpart með öllu óljós,“ segir í yfirlýsingunni. „Samherji áréttar að ekki verður séð að aðrir starfsmenn en framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi bakað sér saknæma ábyrgð í störfum sínum.“ Biðst persónulega afsökunar Í yfirlýsingunni segir einnig að gerð hafi verið mistök í rekstri Samherja í Færeyjum. Ekki liggi fyrir af nákvæmni hver mistökin voru en Samherji hafi greitt tryggingarfjárhæð sem verði til staðar þegar niðurstaða fæst. „Það er eindregin afstaða mín og Samherja að engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á okkar vegum eða starfsmanna þeirra ef undan er skilin sú háttsemi sem fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur beinlínis játað og viðurkennt. Engu að síður ber ég sem æðsti stjórnandi Samherja ábyrgð á því að hafa látið þau vinnubrögð, sem þar voru viðhöfð, viðgangast,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni undir lok yfirlýsingarinnar. „Hefur það valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, vinum, fjölskyldum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víðar í samfélaginu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, einlæglega afsökunar á mistökum okkar, bæði persónulega og fyrir hönd félagsins. Nú reynir á að tryggja að ekkert þessu líkt endurtaki sig, við munum sannarlega kappkosta að svo verði.“ Yfirlýsingin á heimasíðu Samherja. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. 22. júní 2021 06:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Þar er tæpt á niðurstöðum rannsóknar lögmannsstofunnar Wikborg Rein og greint frá því að það sé afstaða Samherja að ekki virðist hafa verið vandað nægilega vel til verka í rekstri félagsins í Namibíu en ábyrgðin lögð alfarið á herðar fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga Samherja í landinu. Umræddur framkvæmdastjóri er Jóhannes Stefánsson, sem hefur stigið fram í fjölmiðlum sem uppljóstrari og verið verðlaunaður sem slíkur. „Sú viðamikla rannsókn sem ráðist var í af hálfu Wikborg Rein leiddi í ljós ákveðin atriði í rekstri félaga sem tengjast Samherja í Namibíu sem vöktu spurningar um vandaða viðskiptahætti og gátu aukið lagalega áhættu sem ekki hafði verið gætt nægilega vel að í starfsemi þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að í Namibíu séu rekin refsimál gegn allmörgum Namibíumönnum sem séu sakaðir um ýmis afbrot, meðal annars að þiggja mútur frá Samherja. Engir starfsmenn Samherja eða félög í eigu Samherja séu meðal ákærðra. Greiðslur án skýringa og fylgiskjala Í skýrslu Wikborg Rein kemur fram að félög tengd Samherja hafi notið ráðgjafar innlendra ráðgjafa í Namibíu til að öðlast almenna þekkingu á sjávarútvegi og markaðsaðstæðum í landinu en nokkrir þeirra hafi haft pólitísk tengsl. „Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Wikborg Rein er sú að ráðning þessara ráðgjafa, og það að láta óátalda aðkomu háttsettra aðila í stjórnkerfi Namibíu að ráðgjöf þeirra, hafi vakið spurningar um vandaða viðskiptahætti og aukið áhættu sem ekki var gætt nægilega vel að í starfsemi félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Þrátt fyrir að rannsóknin hafi sýnt fram á að óumdeild og raunveruleg ráðgjöf hafi verið veitt af hálfu ráðgjafanna í Namibíu í gegnum árin, fengu þeir greiðslur án greinargóðra skýringa og fylgiskjala vegna veittrar þjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. „Samherji hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur en tekur undir þá gagnrýni að við þær aðstæður sem uppi voru hefði átt að gæta betur að því hvernig greiðslur voru framkvæmdar, hverjir tóku við þeim og á hvaða grundvelli, hverjir höfðu heimildir til að gefa fyrirmæli um þær og hvert þær skyldu berast. Einnig er ljóst að samningar á bak við greiðslurnar hefðu átt að vera nákvæmir og formlegir.“ Engir nema Jóhannes bakað sér saknæma ábyrgð Samkvæmt yfirlýsingunni hafi það verið niðurstaða Wikborg Rein að Jóhannes Stefánsson hafi tekið út verulegar fjárhæðir í reiðufé af reikningum félaga Samherja án nokkurra skýringa. Margt bendi til þess að fjármunirnir hafi verið notaðir með óréttmætum hætti. „Samherji vekur athygli á því að fyrir liggur viðurkenning framkvæmdastjórans fyrrverandi á þessari háttsemi og að því er virðist margs konar annarri brotastarfsemi á hans vegum þar sem félögum Samherja var beitt.“ Í yfirlýsingunni er einnig farið yfir viðskipti Samherja við Namgomar Namibia og Fischor. Þar segir að engar vísbendingar séu uppi um að stjórnendur Samherja hafi vitað um raunverulegt eignarhald á Namgomar Namibia né hafi þeir vitað að greiðslur til Fischor hafi ekki ratað á réttan stað. Ábyrgðin sé alfarið Jóhannesar Stefánssonar. „Tölvupóstsamskipti í kjölfar starfsloka hans árið 2016, sem voru hluti af rannsókninni, varpa ljósi á óásættanlega háttsemi hans á meðan hann bar ábyrgð á rekstrinum. Þá lýsa þessi gögn ringulreið meðal starfsfólks Samherja þegar það, eftir brotthvarf fyrrverandi framkvæmdastjóra, reyndi að ná utan um starfsemina sem var ruglingsleg og sumpart með öllu óljós,“ segir í yfirlýsingunni. „Samherji áréttar að ekki verður séð að aðrir starfsmenn en framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi bakað sér saknæma ábyrgð í störfum sínum.“ Biðst persónulega afsökunar Í yfirlýsingunni segir einnig að gerð hafi verið mistök í rekstri Samherja í Færeyjum. Ekki liggi fyrir af nákvæmni hver mistökin voru en Samherji hafi greitt tryggingarfjárhæð sem verði til staðar þegar niðurstaða fæst. „Það er eindregin afstaða mín og Samherja að engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á okkar vegum eða starfsmanna þeirra ef undan er skilin sú háttsemi sem fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur beinlínis játað og viðurkennt. Engu að síður ber ég sem æðsti stjórnandi Samherja ábyrgð á því að hafa látið þau vinnubrögð, sem þar voru viðhöfð, viðgangast,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni undir lok yfirlýsingarinnar. „Hefur það valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, vinum, fjölskyldum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víðar í samfélaginu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, einlæglega afsökunar á mistökum okkar, bæði persónulega og fyrir hönd félagsins. Nú reynir á að tryggja að ekkert þessu líkt endurtaki sig, við munum sannarlega kappkosta að svo verði.“ Yfirlýsingin á heimasíðu Samherja.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. 22. júní 2021 06:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. 22. júní 2021 06:24
Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49