NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 15:00 Ben Simmons átti í miklum vandræðum í einvíginu gegn Atlanta Hawks. getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira