Aðeins þrjár vikur eru síðan Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Hann fékk að vita af því á lokaholunni en hann var þá með sex högga forystu.
Rahm sýndi mikla yfirvegun á lokahring mótsins í gær og tapaði ekki höggi á seinni níu holunum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Hann er fyrsti sigurvegarinn á Opna bandaríska sem afrekar það síðan Tom Watson 1982.
Rahm lauk leik á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen. Þetta er annað risamótið í röð þar sem hann endar í 2. sæti en hann varð einnig annar á PGA meistaramótinu í síðasta mánuði.
Rahm, sem er 26 ára, er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska. Hann tileinkaði landa sínum, Seve Ballesteros heitnum, sigurinn en hann vann fimm risamót á ferlinum.
Opna bandaríska fór fram á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Rahm vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á sama velli fyrir fjórum árum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.