Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:43 Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“ HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“
HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira