Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:51 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. „Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.” Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
„Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.”
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira