Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 10:03 Michelle Roosevelt Edwards, áður Michelle Ballarin. Vísir/Baldur Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við. WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við.
WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35