Erlent

Sex ára fangelsi fyrir manndráp með samúræjasverði

Árni Sæberg skrifar
Hefðbundið japanskt samúræjasverð.
Hefðbundið japanskt samúræjasverð. Getty Images/AsiaPac

Þýskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að drepa kærustu sína með samúræjasverði.

Maðurinn var dæmdur fyrir manndráp en ekki morð þar sem hann var ekki talinn hafa haft stjórn á gjörðum sínum sökum mikillar áfengisneyslu þegar atvikið varð.

Atvikið varð í janúar síðastliðnum. Kvöldið fyrir atvikið hafði konan ekki komið heim úr veislu og maðurinn sakaði hana um framhjáhald. Þá upphófst mikið rifrildi milli þeirra sem endaði með því að maðurinn stakk kærustu sína í kviðinn.

Ákærendur sögðu við réttarhöldin að maðurinn hafi framkvæmt verknaðinn í reiðis- og afbrýðissemiskasti. Gríðalegt magn áfengis mældist í blóði mannsins eftir atvikið.

Vopnið sem hann notaði var 75 sentímetra langt samúræjasverð sem hann hafði pantað af netinu skömmu fyrir atvikið.

Fyrr á árinu var annar maður dæmdur fyrir morð með sams konar sverði í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×