Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Fólkið greindist með veiruna í skimun fyrir brottför í byrjun vikunnar. Vísir/vilhelm Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42